Ferill 320. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 990  —  320. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða starfsmönnum ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra lagði ríkið til bifreið árið 2017? Hvert var heildarverðmæti bifreiðanna?
     2.      Hver voru meðalheildarlaun starfsmanna ráðuneytisins annars vegar og þessara stofnana hins vegar árið 2017? Hver voru hæstu heildarlaun einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar árið 2017?
     3.      Fengu einhverjir starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra endurgreiddan aksturskostnað árið 2017 og hver var heildaraksturskostnaður ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar?
     4.      Fengu einhverjir starfsmenn ráðuneytisins og þessara stofnana endurgreiddan ferðakostnað í formi dagpeninga innan lands eða utan árið 2017 og hver var þá heildarferðakostnaður ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var hæsta greiðsla til einstaks starfsmanns ráðuneytis annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar vegna ferðakostnaðar innan lands annars vegar og erlendis hins vegar?
     5.      Var símakostnaður greiddur fyrir einhverja starfsmenn ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra árið 2017 og þá fyrir hve marga starfsmenn ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar hins vegar? Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins og hverrar stofnunar vegna símakostnaðar? Hver var hæsta greiðsla vegna einstaks starfsmanns ráðuneytisins annars vegar og hverrar stofnunar ráðherra hins vegar?
     6.      Fengu starfsmenn ráðuneytisins eða þessara stofnana greidda fatapeninga árið 2017? Hver var þá heildarkostnaður ráðuneytisins og hverrar stofnunar vegna fatapeninga?

    Í svari ráðherra eru undir þær sem stofnanir sem eru á málefnasviði ráðherra eftir skiptingu innanríkisráðuneytisins. Frá og með 1. maí 2017 tóku tvö ráðuneyti til starfa á grundvelli innanríkisráðuneytisins, þ.e. dómsmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Óskað var eftir upplýsingum frá 36 stofnunum á málefnasviði dómsmálaráðherra og miðast svarið við rekstur þessara stofnana allt árið 2017. Upplýsingarnar koma frá þeim sjálfum og eru teknar úr bókhaldi stofnana. Svör við einstökum töluliðum fylgja hér á eftir:

    1. Í 8. gr. reglugerðar nr. 1281/2014, um bifreiðamál ríkisins, segir að leggja skuli ráðherrum ríkisstjórnarinnar til bifreið til afnota vegna starfa sinna og til aksturs til og frá heimili að vinnustað. Aðrir starfsmenn ráðuneytisins eru ekki með afnot af bifreið sem ríkið leggur til. Bifreið ráðuneytisins var keypt 2016 á 9.380.436 kr. en bókfært verð bifreiðarinnar er nú 7.621.604 kr
    Af stofnunum á málefnasviði ráðherra er aðeins forstöðumanni héraðssaksóknara lögð til bifreið. En forstöðumaður embættis héraðssaksóknara hefur afnot af bifreið í eigu héraðssaksóknara. Um er að ræða Subaru Legacy árgerð 2008. Bókfært verð bifreiðarinnar er 695.081 en hún var keypt árið 2011 á 3,1 millj. kr.

    2. Í eftirfarandi töflu má sjá annars vegar meðalheildarlaun árið 2017 og hins vegar hæstu heildarlaun árið 2017. Allar launatölur eru án launatengdra gjalda úr bókhaldi stofnana.

Meðalheildarlaun Hæstu heildarlaun
Dómsmálaráðuneyti 9.749.340 20.861.664
Ríkissaksóknari 12.794.807 22.414.234
Héraðssaksóknari 9.035.457 18.871.419
Ríkislögreglustjóri 10.100.000 18.900.000
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 8.969.428 19.356.615
Lögreglan á Suðurlandi 822.641 17.578.329
Lögreglan á Austurlandi 10.046.705 17.400.000
Lögreglan á Norðurlandi eystra 7.402.776 19.413.972
Lögreglan á Norðurlandi vestra 9.673.021 17.645.486
Lögreglan á Vesturlandi 8.768.507 17.512.174
Lögreglan á Suðurnesjum 10.390.575 17.413.215
Lögreglan á Vestfjörðum 9.227.868 17.413.212
Lögreglan í Vestmannaeyjum 12.490.992 16.051.032
Fangelsismálastofnun 5.796.443 16.530.945
Landhelgisgæslan 12.100.000 30.100.000
Sýslumaðurinn í Reykjavík 6.138.120 18.066.048
Sýslumaðurinn á Austurlandi 6.480.562 21.450.336
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 7.519.440 16.483.479
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 5.799.938 21.960.753
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 7.167.457 20.922.017
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 6.965.404 20.146.156
Sýslumaðurinn á Suðurlandi 6.275.511 14.289.841
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 8.668.728 19.671.803
Sýslumaðurinn á Vesturlandi 7.464.601 26.942.684
Hæstiréttur Íslands 18.263.683 29.997.944
Héraðsdómur Reykjavíkur 12.680.825 20.431.462
Héraðsdómur Vesturlands 13.440.334 21.923.576
Héraðsdómur Vestfjarða 5.044.250 16.448.000
Héraðsdómur Norðurlands vestra 14.320.980 23.032.564
Héraðsdómur Norðurlands eystra 12.912.040 20.513.013
Héraðsdómur Austurlands 15.378.166 23.701.725
Héraðsdómur Suðurlands 13.683.337 20.004.650
Héraðsdómur Reykjaness 12.491.180 19.742.461
Útlendingastofnun 7.440.000 16.280.765
Persónuvernd 9.087.157 12.054.077
Kærunefnd útlendingamála 8.115.084 16.654.068

    3. Meiri hluti stofnana á málefnasviði ráðherra hafa greitt út aksturskostnað starfsmanna vegna ferða þeirra á vinnutíma í eigin bifreið. Hæstar eru akstursgreiðslur Landhelgisgæslunnar en starfsmenn fengu endurgreiddan aksturskostnað er nam 6,8 millj. kr. alls og einnig voru greiddir bifreiðastyrkir samkvæmt kjarasamningum að upphæð 11,5 millj. kr. til starfsmanna Landhelgisgæslunnar. Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir einstakar stofnanir og ráðuneytið.

Heildaraksturskostnaður Hæsta greiðsla
Dómsmálaráðuneyti 97.570 55.000
Ríkissaksóknari 235.400 108.900
Héraðssaksóknari 4.262.902 100.320
Ríkislögreglustjóri - -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 2.993.595 660.000
Lögreglan á Suðurlandi - -
Lögreglan á Austurlandi 127.000 70.200
Lögreglan á Norðurlandi eystra 424.746 44.000
Lögreglan á Norðurlandi vestra - -
Lögreglan á Vesturlandi 61.250 61.250
Lögreglan á Suðurnesjum 328.790 109.597
Lögreglan á Vestfjörðum 196.460 153.120
Lögreglan í Vestmannaeyjum 44.660 32.120
Fangelsismálastofnun 5.523.837 415.580
Landhelgisgæslan 18.300.000 792.000
Sýslumaðurinn í Reykjavík 1.655.203 397.430
Sýslumaðurinn á Austurlandi 624.065 288.799
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 434.060 434.060
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 1.223.420 495.990
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 783.893 273.240
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 133.721 65.000
Sýslumaðurinn á Suðurlandi 607.310 330.000
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 129.140 69.300
Sýslumaðurinn á Vesturlandi 3.735.270 1.075.580
Hæstiréttur Íslands 161.590 84.150
Héraðsdómur Reykjavíkur - -
Héraðsdómur Vesturlands - -
Héraðsdómur Vestfjarða - -
Héraðsdómur Norðurlands vestra 90.000 63.600
Héraðsdómur Norðurlands eystra 121.770 47.960
Héraðsdómur Austurlands 6.160 6.160
Héraðsdómur Suðurlands 253.440 134.640
Héraðsdómur Reykjaness - -
Útlendingastofnun 651.563 133.320
Persónuvernd 57.454 40.822
Kærunefnd útlendingamála - -

    4. Ráðuneytið og stofnanir á málefnasviði ráðherra greiða dagpeninga á grundvelli reglna fjármála- og efnahagsráðuneytisins nr. 1/2009, um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins. Í eftirfarandi töflu má sjá heildarferðakostnað ráðuneytis og einstaka stofnana ásamt hæstu greiðslu innan lands og erlendis.

Heildarferðakostnaður Innan lands Erlendis
Dómsmálaráðuneyti 20.704.168 - 1.026.788
Ríkissaksóknari 1.122.965 20.100 274.704
Héraðssaksóknari 4.920.538 73.800 939.222
Ríkislögreglustjóri 29.800.000 1.000.000 1.200.000
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 26.983.285 89.520 1.466.835
Lögreglan á Suðurlandi 277.042 158.442 -
Lögreglan á Austurlandi 636.300 111.300 -
Lögreglan á Norðurlandi eystra 2.447.182 159.600 121.941
Lögreglan á Norðurlandi vestra 230.300 122.500 -
Lögreglan á Vesturlandi 128.186 28.000 100.186
Lögreglan á Suðurnesjum 10.650.454 1.206.757 9.443.697
Lögreglan á Vestfjörðum 25.700 25.700
Lögreglan í Vestmannaeyjum 164.377 125.992
Fangelsismálastofnun 973.370 78.400 129.486
Landhelgisgæslan 83.400.000 358.000 3.200.000
Sýslumaðurinn í Reykjavík 1.417.874 177.474
Sýslumaðurinn á Austurlandi 238.500 137.700
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra - - -
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 1.112.100 482.100
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum - - -
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 59.900 37.100
Sýslumaðurinn á Suðurlandi 348.500 148.400 -
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 22.400 11.200 -
Sýslumaðurinn á Vesturlandi 1.912.439 212.800
Hæstiréttur Íslands 3.719.854 1.500.000
Héraðsdómur Reykjavíkur - - -
Héraðsdómur Vesturlands - - -
Héraðsdómur Vestfjarða 275.300 115.700
Héraðsdómur Norðurlands vestra 257.300 251.700 -
Héraðsdómur Norðurlands eystra 104.300 56.000 -
Héraðsdómur Austurlands 22.400 22.400
Héraðsdómur Suðurlands 285.600 179.200 -
Héraðsdómur Reykjaness - - -
Útlendingastofnun 2.117.945 445.387
Persónuvernd 1.389.225 - 544.829
Kærunefnd útlendingamála 1.210.832 778.610

    5. Ráðuneytið og stofnanir á málefnasviði ráðherra taka flest þátt í símakostnaði starfsmanna og er það þá einkum vegna farsímanotkunar en í sumum tilfellum einnig vegna fjarvinnupakka/nettenginga. Í meðfylgjandi töflu má sjá fjölda starfsmanna ráðuneytis og stofnunar ásamt heildarsímakostnaði og hæstu greiðslu til starfsmanns.

Fjöldi starfsmanna Heildarkostnaður Hæsta greiðsla
Dómsmálaráðuneyti 33 1.516.076 108.580
Ríkissaksóknari 7 504.072 110.031
Héraðssaksóknari 55 2.738.069 228.642
Ríkislögreglustjóri 75 8.000.000 420.000
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 198 9.043.523 334.593
Lögreglan á Suðurlandi 11 465.575 42.325
Lögreglan á Austurlandi 406.560 20.328
Lögreglan á Norðurlandi eystra 4 298.004 18.639
Lögreglan á Norðurlandi vestra 0 0
Lögreglan á Vesturlandi 0 0
Lögreglan á Suðurnesjum 56 1.467.124 83.690
Lögreglan á Vestfjörðum 24 382.583 20.052
Lögreglan í Vestmannaeyjum 3 856.363 55.103
Fangelsismálastofnun 32 4.264.584 139.106
Landhelgisgæslan 116 5.100.000 133.000
Sýslumaðurinn í Reykjavík 11 2.172.769 83.484
Sýslumaðurinn á Austurlandi 2 25.511 20.327
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 2 68.327 48.000
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra 3 71.874 31.576
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 4 157.484 53.966
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - - -
Sýslumaðurinn á Suðurlandi 1 66.535 66.535
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 1 67.657 67.657
Sýslumaðurinn á Vesturlandi 7 349.536 49.934
Hæstiréttur Íslands 5 732.129 79.316
Héraðsdómur Reykjavíkur 25 508.225 20.329
Héraðsdómur Vesturlands 1 18.656 18.656
Héraðsdómur Vestfjarða 1 13.643 -
Héraðsdómur Norðurlands vestra 1 10.026 10.026
Héraðsdómur Norðurlands eystra 3 60.156 20.052
Héraðsdómur Austurlands 1 130.404 130.404
Héraðsdómur Suðurlands 3 57.529 20.327
Héraðsdómur Reykjaness - - -
Útlendingastofnun 15 4.408.010 65.573
Persónuvernd 4 153.585 70.780
Kærunefnd útlendingamála 4 95.984 46.658

    6. Einn starfsmaður ráðuneytisins fékk greiddan fatastyrk á árinu 2017 að fjárhæð 50.000 kr. Stofnanir greiða ekki fatastyrk til starfsmanna önnur en tvö lögregluembætti. Í báðum tilfellum fengu þrír starfsmenn greiddan fatastyrk en upphæðina má sjá í eftirfarandi töflu.

Heildarkostnaður

Dómsmálaráðuneyti
50.000
Ríkissaksóknari -
Héraðssaksóknari -
Ríkislögreglustjóri -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu -
Lögreglan á Suðurlandi -
Lögreglan á Austurlandi -
Lögreglan á Norðurlandi eystra -
Lögreglan á Norðurlandi vestra -
Lögreglan á Vesturlandi 172.984
Lögreglan á Suðurnesjum -
Lögreglan á Vestfjörðum 182.620
Lögreglan í Vestmannaeyjum -
Fangelsismálastofnun -
Landhelgisgæslan -
Sýslumaðurinn í Reykjavík -
Sýslumaðurinn á Austurlandi -
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra -
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra -
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum -
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum -
Sýslumaðurinn á Suðurlandi -
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum -
Sýslumaðurinn á Vesturlandi -
Hæstiréttur Íslands -
Héraðsdómur Reykjavíkur -
Héraðsdómur Vesturlands -
Héraðsdómur Vestfjarða -
Héraðsdómur Norðurlands vestra -
Héraðsdómur Norðurlands eystra -
Héraðsdómur Austurlands -
Héraðsdómur Suðurlands -
Héraðsdómur Reykjaness -
Útlendingastofnun -
Persónuvernd -
Kærunefnd útlendingamála -